Laugardagur, 20 Október 2018 10:01

Úrslit í fullorðinsflokki að hefjast í beinni á RÚV

Síðasti dagur í úrslitum á Evrópumótinu fer fram í dag. Eftirvæntingin fyrir íslensku liðunum er gríðarleg og rafmagnað andrúmsloft í höllinni í Odivelas. Blönduðu liðin hefja keppni nú kl. 10:00 og kvennaliðið kl. 12:00. 

Blandaða liðið kom inn úr undanúrslitum í þriðja sæti og hefur mikla möguleika á því að fara upp um sæti í úrslitunum í dag. Sama á við um kvennaliðið en þær komu inn í undanúrslitin í öðru sæti en munu vera í harðri baráttu við Svía um gullið í dag. Kvennaliðið hefur tvisvar sinnum hreppt Evrópumeistaratitilinn, árið 2010 og 2012.

RÚV sýnir beint frá úrslitunum og Sif Pálsdóttir, fyrrum Evrópumeistari og Guðmundur Þór Brynjólfsson, landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum, taka vel á móti ykkur í útsendingu og leiða ykkur í gegnum áþreifanlegu spennu sem ríkir í höllinni. 

 

Áfram Ísland!!
#fyririsland