Laugardagur, 20 Október 2018 11:52

Brons hjá blönduðu liði á Evrópumóti!

Landslið Íslands í flokki blandaðra liða varð rétt í þessu í 3. sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum. Liðið kom í 3. sæti úr undanúrslitum einungis 0,8 á eftir fyrsta sætinu. Örlitlir hnökrar á báðum stökkáhöldum urðu til þess að gríðarleg spenna var fyrir síðasta áhaldinu. 

Liðið lét pressuna ekki á sig fá og tryggði sér með stórglæsilegum gólfæfingum þriðja sætið á eftir Svíum og Dönum. 


Úrslitin: 

1. sæti
Svíþjóð - 56,450

2. sæti
Danmörk - 55,350

3. sæti 
Ísland - 53,000

Hægt er að fylgjast með úrslitunum jafn óðum og sjá nánari einkunnargjöf fyrir hvert áhald hér. 

Til hamingju Ísland!
#fyririsland