Mánudagur, 22 Október 2018 16:16

Silfur hjá kvennalandsliðinu - Evrópumótinu lokið

Kvennalið Íslands lauk keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum síðastliðin laugardag. Eftir harða baráttu við svía stóð sænska liðið uppi sem Evrópumeistari, þrátt fyrir að íslenska liðið hafi bætt sig á öllum áhöldum frá því úr undankeppninni. 

Einungis munaði 0,2 stigum á liðunum, en bæði lið voru með eitt fall á trampólíni. Íslenska liðið fékk hæstu einkunn mótsins bæði á dýnu og í gólfæfingum en einkunn sænska liðið fékk 0,9 stigum hærra fyrir trampólínæfingar sínar og þar með var sigurinn í höfn. 

Hér má sjá einkunnir allra liðana í úrslitum: 

Sænska liðið vann titilinn í þriðja skipti í röð í ár en munurinn milli liðana minnkar með hverju árinu. Hér má sjá mun á milli liðana frá árinu 2014: 

2014 - Munur á milli liða 0,684
Svíþjóð - 60,150
Ísland - 59,466

2016 - Munur á milli liða 0,284
Svíþjóð - 57,250
Ísland - 56,966

2018 - Munur á milli liða 0,200
Svíþjóð - 57,650
Ísland - 57,450

Blandað lið Íslands í fullorðinsflokki sigraði einnig brons á mótinu líkt og stúlknaliðið í unglingaflokki. 

Við óskum öllum liðum Íslands til hamingju með mótið, ásamt því að þakka öllu fylgdarliðinu sem studdi við liðin okkar, ásamt styrktaraðilum og dómurum. 

Áfram Ísland
#fyririsland