Fimmtudagur, 25 Október 2018 12:20

Heimsmeistaramótið hafið - Strákarnir keppa í dag

Heimsmeistaramótið í Doha í Qatar hófst í dag. Karlalandslið Íslands hefur keppni nú kl. 14:00 á íslenskum tíma en liðið samanstendur af Valgarði Reinhardssyni, Eyþóri Erni Baldurssyni og Jóni Sigurði Gunnarssyni. 

Ekki er sýnt frá undankeppninni í beinni útsendingu en Fimleikasambandið mun setja inn myndbönd af æfingum keppenda að móti loknu. 

Heimasíðu mótsins má finna hér og youtube síðu FIG má finna hér. Myllumerki mótsins er #gogymnastic. 

Koma svo strákar! 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#gogymnastic