Fimmtudagur, 25 Október 2018 18:17

Karlarnir hafa lokið keppni á HM - Myndbönd og netstreymi frá mótinu

Eftir langt og strang keppnistímabil vorum við komin alla leið til Doha, í framandi loftslag og mikinn hita. Strákarnir hafa æft vel og undirbúningurinn er búin að vera vel skipulagður og góður. Æfingar hér í Doha fram að móti gengu vel og strákarnir voru vel stemdir fyrir keppni í morgun. Það er hins vegar alltaf þannig að dagsformið er það sem skiptir máli og í dag gekk okkur ekki alveg nógu vel. Dýrmæt reynsla sem fer í bankann er það sem stendur upp úr eftir daginn, mikið álag og hiti sagði til sín og reyndi mikið á strákana. Það eru margir góðir punktar sem við getum tekið frá deginum en það sem skiptir kannski meira máli að þá er margt sem við getum dregið lærdóm af.

Hér má sjá myndbönd af æfingum strákana í dag: 

Valgarð Reinhardsson
Eyþór Örn Baldursson
Jón Sigurður Gunnarsson

Beina útsendingu af mótinu frá sjónvarpsstöð í Qatar er hægt að sjá hér.

Fyrir mótið vorum við að gera okkur væntingar um topp 20 á stökki og svipaða einkunn og Valgarð hefur verið að fá í fjölþraut undanfarið, um 77-79 stig. Dagurinn er því aðeins undir væntingum þrátt fyrir að vera mikilvægur fyrir okkur þar sem tvo ár eru til stefnu þegar allir bestu íþróttmenn heims skottast til Tokyo.

Leiðin til Tokyo er hafin og er við því að búast að hökrar verði á leiðinni. Það er því betra að mistökin hafi átt sér stað núna og reynslan nýtt þegar enn meiri alvara hefur bæst í för. Valgarð keppti á sínu öðru HM og stefndi á að fylgja eftir frábærum árangri frá EM í ágúst þegar hann komst í úrslit á stökki. Sú varð því miður ekki raunin þar sem hann var með smávægleg mistök í báðum stökkunum, en í keppni á meðal þeirra bestu er ekkert svigrúm fyrir hnökra sem þessa. Hann barðist samt fyrir sínu og sýndi mikið keppnisskap þegar hann komst hjá því að falla í lendingu. Baráttan var mikilvægt fyrir hann því eftir einn mánuð keppir hann á Heimsbikarmóti sem er fyrsta úrtökumót af 5 í Heimsbikarmótaröð sem nú er ný leið fyrir keppendur að ná inn á Ólympíuleika. Styrkleiki Valgarðs er að hann er góður fjölþrautarkeppandi, en hann býr yfir getu á öllum áhöldum til að geta stefnt hátt í fjölþrautinni. Nú er hugur í honum og mun hann snúa aftur í æfingasalinn þar sem hann mun undirbúa sig af miklum krafti við að takast á við nýjar áskoranir, á leið sinni í að verða betri.

Eyþór Örn fór í gegnum sitt mót eins og við var að búast, nokkrir hnökrar og mistök á tvíslá og í afstökki á hringjum. Hins vegar átti hann alveg frábært stökk og fékk góða einkunn fyrir.

Jón Sigurður hefur verið að glíma við bakmeisli og keppti á 3 áhöldum af 6 þar sem hann stóð sig vel, hann hefur ekki geta sinnt undirbúningi undanfarna daga eins og hann hefði viljað en keppnisskap og reynsla kom honum að góðum notum í dag og gerði hann frábæra seríu í hringjum.

Að fara í gegnum 6 áhöld á HM þegar dagurinn er ekki þinn er gríðaleg reynsla sem ætlum okkur að vinna vel úr og setja okkur árangursmarkmið í framhaldinu fyrir komandi tímabil sem nær hápunkti eftir eitt ár á HM í Stuttgard.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#gogymnastic