Laugardagur, 27 Október 2018 16:46

Kvennalandsliðið er að hefja keppni á HM

Undanúrslit í kvennaflokki hófust á Heimsmeistaramótinu í Doha í Qatar í morgun. Kvennalandslið Íslands er í þriðja hluta mótsins og hefur keppni núna kl. 17:00 á íslenskum tíma. Liðið samanstendur af Agnesi Suto-Tuuha, Dominiqua Alma Belányi, Margréti Leu Kristinsdóttur, Sonju Margréti Ólafsdóttur og Thelmu Aðalsteinsdóttur.

Ekki er sýnt frá undankeppninni í beinni útsendingu en Fimleikasambandið mun setja inn myndbönd af æfingum keppenda að móti loknu. 

Heimasíðu mótsins má finna hér og youtube síðu FIG má finna hér. Myllumerki mótsins er #gogymtastic. 

Koma svo stelpur, gangi ykkur ótrúlega vel!

Áfram Ísland!
#fyririsland
#gogymnastic