Laugardagur, 27 Október 2018 20:52

Söguleg stund - Fimleikaæfing nefnd Ólafsdóttir - Myndbönd

Konurnar okkar hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum hér í Doha.

Hægt er að sjá æfingar þeirra hér: 
Agnes Suto-Tuuha
Dominiqua Alma Belányitir
Margrét Lea Kristinsdóttir
Sonja Margrét Ólafsdóttir
Thelma Aðalsteinsdóttir

Ísland keppti með lið á mótinu en það var síðast árið 2006 sem við áttum lið á HM þegar mótið fór fram í Aarhus í Danmörku. Það má með sanni segja að framtíðin sé björt, í liðinu voru 3 nýliðar sem kepptu á sínu fyrsta HM, þær Margrét Lea Kristinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Sonja Margrét Ólafsdóttir en þær fengu dýrmæta reynslu þegar þær kepptu á meðal þeirra bestu í heiminum og stóðu sig með stakri prýði. Sú sem átti einna eftirminnilegustu innkomuna á stóra sviðið var án efa Sonja Margrét en hún framkvæmdi nýja æfingu sem ekki hefur verið framkvæmd áður í keppni í fimleikum á stórmóti. Sá háttur er hafður á að fyrsta manneskjan til að framkvæma nýja æfingu á annað hvort HM eða Ól, fær æfinguna nefnda eftir sér í dómarabókinni. Með framkvæmdinni varð til ný æfing, Ólafsdóttir, sem eftir mótið verður skráð í bókina, eitthvað sem fest allir fimleikamenn eiga sér draum um. Sonja var ekki eini keppandinn í dag sem skráði nafnið sitt í bókina en Simone Biles framkvæmdi the Biles á stökki og á nú tvær æfingar nefndar eftir sér.

Reynsluboltarnir Agnes Suto og Dominiqua Alma Belanyi kepptu með liðinu í dag og myndaðist góð stemning í íslenska liðinu, þar sem ungu keppendunum gafst tækifæri á að keppa með og læra af reyndari konum en þær eru báðar 26 ára og enn að bæta við sig æfingum og erfiðleika. Agnes hefur verið að æfa nýtt stökk sem hún hefur verið að framkvæma með góðum árangri í ár og var gaman að sjá hana keppa með það á stóra sviðinu. Það hefur ekki verið algengt að fimleikakonur keppi langt fram á þrítugsaldurinn, nú er hins vegar orðið algengara að þær haldi lengur áfram, enda er hin ótrúlega 43 ára fyrirmynd, Oksana Chusovitina mætt til keppni og er stöðugt að bæta í um leið og hún er keppendum hvatning til að halda áfram að bæta sig og njóta sín í íþróttinni sem þeir elska. 

Áfram Ísland!
#fyririsland