Föstudagur, 16 Nóvember 2018 19:18

Landsliðið fyrir Cottbus

Ísland sendir 5 keppendur til leiks á Heimsbikarmót í áhaldafimleikum sem fram fer í Cottbus í Þýskalandi dagana 22.-25. nóvember. Þetta er fyrsta mótið í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Tokyo 2020, en alls verða fimm mót þar sem hægt er að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana. 

Hópurinn leggur af stað í nótt og fer undankeppni fram á fimmtudag og föstudag. Keppendur Íslands eru Agnes Suto-Tuuha, Dominiqua Alma Belaniy, Jón Sigurður Gunnarsson, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Landsliðsþjálfarar eru þau Róbert Kristmannsson og Andrea Kováts-Fellner. Dómari í kvennakeppninni er Þorbjörg Gísladóttir og í karlakeppninni Guðmundur Þór Brynjólfsson. 

Undanúrslit verða ekki sýnd í beinni útsendingu en Fimleikasambandið mun taka æfingar íslensku keppendanna upp og setja á heimasíðu og facebook síðu sambandsins að móti loknu. Þar að auki verða settar inn myndir af mótinu inn á facebook síðu sambandsins.

Facebook síðu mótsins má finna hér.

Fylgist með okkur á instagram, við munum setja bæði þar inn bæði myndbönd og myndir af mótinu, sem og í story hverjum degi.

Þið finnið okkur undir þessu nafni: 

Úrslit fara fram á laugardag og sunnudag, en átta efstu úr undanúrslitum komast í úrslit á hverju áhaldi. 

Við óskum íslensku keppendunum, þjálfurum og dómurum góðs gengis á mótinu.

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar