Fimmtudagur, 22 Nóvember 2018 10:34

Vigdís og Emilía komnar á Top Gym

Landsliðskonurnar Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir lögðu af stað í morgun á Top Gym sem haldið er í Belgíu. Mótið er eitt af sterkustu unglinga mótum sem haldið er fyrir áhaldafimleika kvenna í Evrópu og margar af bestu fimleikakonum heims hófu sinn keppnisferil, einmitt á þessu móti. 

Landsliðsþjálfari í ferðinni er Hildur Ketilsdóttir og dómari Sandra Dögg Árnadóttir. 

Keppni í fjölþraut fer fram á laugardag og keppni á einstökum áhöldum og liðakeppni á sunnudag. Liðakeppnin fer fram með öðruvísi hætti, en einstaklingar frá mismunandi þjóðum eru settir saman í lið og keppa þannig í blönduðu liði. 

Hægt er að fylgjast með einkunnagjöf hér. 

Við óskum keppendum, þjálfara og dómara góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með. 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla