Fimmtudagur, 22 Nóvember 2018 18:31

Fyrri hluta undanúrslita á Cottbus lokið - Myndbönd

Fyrri hluta undanúrslita á Heimsbikarmótinu í Cottbus lauk rétt í þessu. Dominiqua Alma Belányi hóf keppni á tvíslá þar sem hún gerir meðal annars eitt af erfiðustu afstökkum á mótinu, tvöfallt heljarstökk með beinum líkama. Dominiqua lenti djúpt og tók eitt skref í lendingu sem gefur töluverðan mínus, en að því undanskildu var æfingin örugg og gekk vel. Hún fékk einkunnina 10.966 fyrir æfingar sínar sem sjá má hér. 

Thelma Aðalsteinsdóttir keppti einnig á tvíslá. Hún er með háan erfiðleika á tvíslánni og kláraði erfiðu æfingarnar vel. Hún fipaðist þó í handstöðu snúning og datt af ránni og fékk einkunnina 9.833. Thelma er yngst íslensku keppendanna og er mótið stór þáttur í að sækja sér reynslu og æfa sig að keppa á meðal þeirra bestu. Sjá má æfingar hennar hér.

Hin 26 ára reynslubolti Agnes Suto-Tuuha átti ekki sinn besta dag. Hún keppti á stökki þar sem hún lenti djúpt í fyrra stökkinu og mistókt í innhoppi í því seinna. Það gerði það að verkum að hún náði ekki að klára seinna stökkið en sjá má fyrra stökk hennar hér. 

Jón Sigurður Gunnarsson endaði keppnina í dag með glæsilegum æfingum í hringjum. Nonni fékk einkunnina 12.466 og sjá má æfingu hans hér. 

Landsliðsþjálfari kvenna í ferðinni er Andrea Kováts-Fellner og landsliðsþjálfari karla er Róbert Kristmannsson. Dómarar mótsins eru þau Guðmundur Þór Brynjólfsson og Þorbjörg Gísladóttir. 

Seinni hluti undanúrslita fer fram á morgun, þar sem Thelma Aðalsteinsdóttir mun keppa á slá, Agnes Suto-Tuuha á slá og á gólfi og Valgarð Reinhardsson á stökki. 

Undanúrslit verða ekki sýnd í beinni útsendingu en Fimleikasambandið mun taka æfingar íslensku keppendanna upp og setja á heimasíðu og facebook síðu sambandsins að móti loknu. Þar að auki verða settar inn myndir af mótinu inn á facebook síðu sambandsins.

Facebook síðu mótsins má finna hér.

Fylgist með okkur á instagram, við munum setja bæði þar inn bæði myndbönd og myndir af mótinu, sem og í story á hverjum degi.

Þið finnið okkur undir þessu nafni: 

Úrslit fara fram á laugardag og sunnudag, en átta efstu úr undanúrslitum komast í úrslit á hverju áhaldi. 

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar