Laugardagur, 24 Nóvember 2018 10:42

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni í Cottbus - Myndbönd

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á Heimsbikarmótinu í Cottbus. Seinni hluti undanúrslita fór fram í gær, þar sem Valgarð Reinhardsson keppti á stökki og Thelma Aðalsteinsdóttir á slá. 

Valgarð gerði tvö skökk með það að markmiði að vera einn af efstu átta eftir daginn og komast þar með í úrslit. Því miður þá vantaði smá uppá lendingar í stökkunum sem gerði það að verkum að hann komst ekki í úrslit. Valli fékk einkunnina 12.800 í meðaltal fyrir bæði stökkin. Thelma, sem var ein íslensku keppendanna til að keppa á tveimur áhöldum, tvíslá og slá, féll tvisvar af slánni en restin af æfingunni var þó vel framkvæmd. Thelma fékk fyrir sláaræfinguna einkunnina 10.066.

Hér má sjá æfingar þeirra: 

Valgarð Reinhardsson - Sökk 1

Valgarð Reinhardsson - Sökk 2 

Thelma Aðalsteinsdóttir

Agnes Suto-Tuuha gat því miður ekki keppt vegna veikinda. 

Úrslitin hefjast í dag, þar sem keppt er á stökki og tvíslá í kvennaflokki og á gólfi, bogahesti og í hringjum í karlaflokki. Úrslitin hefjast kl. 13:00 og er hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu hér.

Hægt er að fylgjast með einkunnargjöf hér.