Sunnudagur, 25 Nóvember 2018 13:12

Vigdís og Emilía í 8. sæti - Myndbönd - Liðakeppni í beinni í dag

Vigdís Pálmadóttir og Emilía Sigurjónsdóttir kepptu á Top Gym í gær. Vigdís fékk 46.266 stig í fjölþraut og var í 15. sæti og Emilía var í 25. sæti með 43.850 stig. Íslenska liðið endaði í áttunda sæti og þar með sett í hærri styrkleika flokkinn á mótinu.

Hér má sjá myndbönd af æfingum þeirra: 

Í dag fer fram liðakeppni þar sem lönd eru pöruð saman og mynda þannig blandað lið. Þar sem íslensku stelpurnar voru í hærri styrkleika flokki, voru þær dregnar saman við heimaliðið Gymnos sem er í lægri styrkleika flokki. 

Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á netinu og hefst kl. 14:15 á íslenskum tíma, hægt er að fylgjast með hér.