Þriðjudagur, 11 Desember 2018 13:43

Hildur Ketilsdóttir ráðin landsliðsþjálfari kvenna í áhaldafimleikum

Gengið hefur verið frá ráðningu landsliðsþjálfara kvenna í áhaldafimleikum og er Fimleikasambandinu ánægja að tilkynna ráðningu Hildar Ketilsdóttur í starfið. Hildur einn af reyndustu þjálfurum hreyfingarinnar, en hún hefur starfað fyrir Fimleikasambandið í fjölda ára, bæði í tækninefndum, sem þjálfari og sem dómari. Hildur hefur meðal annars tekið þátt í millilandamótum, landskeppnum, Norðurlandamótum, Norður-Evrópumótum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum. Mörg verkefni liggja fyrir með landsliðinu á árinu og eru stærstu verkefnin meðal annars Evrópumót, Heimsbikarmót nú á vorönn og Heimsmeistaramót í haust. 

Við óskum Hildi til hamingju og bjóðum hana velkomna til starfa. 

Áfram Ísland
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla