Print this page
Þriðjudagur, 19 Febrúar 2019 00:03

Úrvalshópaæfing U16

Æfingahelgi hjá úrvalshóp kvenna U16 fór fram síðastliðna helgi. Hópurinn samanstendur af 14 stúlkum úr sjö mismunandi félögum, Ármanni, Björk, Fjölni, Fylki, Gerplu, Gróttu og Stjörnunni.

Æfingar hófust á föstudeginum þar sem áhersla var lögð á styrk og tækni. Á laugardeginum tók við kóreógrafía og hópefli og að því loknu komu dómarar í heimsókn sem aðstoðuðu stelpurnar við æfingar sínar á lokasprettinum fyrir Bikarmót. Síðasta æfing fór fram á sunnudag, þar sem stelpurnar fóru í þrekpróf sem tekið var af Viktoiju Riskute, meistaranema í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er samstarfsverkefni á milli HR og Fimleikasambandsins, en alls verða tekin 4 þrekpróf á árinu og niðurstöður sendar á félagsþjálfara og nýttar til að styrkja líkamlega getu iðkenda.

Áfram Ísland
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla