Print this page
Fimmtudagur, 21 Febrúar 2019 10:29

Fyrsta degi undanúrslita lokið - Valgarð svekktur með einkunnina

Fyrri degi undanúrslita á Heimsbikarmótinu í Melbourne, Ástralíu var að ljúka rétt í þessu. Valgarð Reinhardsson, núverandi Íslandsmeistari í áhaldafimleikum, keppti á gólfi þar sem hann endaði í 20. sæti með einkunnina 12.766. 

Gólfæfingarnar gengu vel en Valgarð var þó ekki sáttur með einkunnina sem hann fékk ,,Ég er frekar svekktur með einkunnina, ég hélt að ég myndi fá hærri einkunn. En það er ekki hægt að gera neitt í því núna, ég ætla bara að gera betur á morgun."

Hér má sjá gólfæfingar Valgarðs. 

Einungis átta keppendur komast í úrslit og voru bestu fimleikamenn heims saman komnir til að berjast um sætin. Fyrstur inn í úrslitin var Tyrkinn Ahmed Onder með einkunnina 14.266 en úrslitin í heild sinni má sjá hér. 

Á morgun fer fram seinni dagur undanúrslita, þar sem Valgarð mun keppa á stökki, tvíslá og svifrá og hefst keppni kl. 07:00 á íslenskum tíma og lýkur um 10 leitið. Úrslit eru ekki birt á heimasíðu mótsins fyrr en að móti loknu, en hægt er að nálgast úrslitin hér. 

Myndbönd og myndir af mótinu koma inn á samfélagsmiðla sambandsins að mótinu loknu. 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar