Print this page
Föstudagur, 22 Febrúar 2019 12:20

Valgarð nálægt úrslitum á Heimsbikarmótinu í Melbourne

Undanúrslitum á Heimsbikarmótinu í Melbourne, Ástralíu lauk í kvöld þar sem Valgarð Reinhardsson keppti á þremur áhöldum, stökki, tvíslá og svifrá. Valgarð hóf keppni á stökki þar sem tvö mismunandi stökk eru framkvæmd. Fyrra stökkið gekk frábærlega en hnökrar í seinna stökki urðu til þess að Valgarð komst ekki inn í úrslit á stökki að þessu sinni.

Valgarð Reinhardsson og Róbert Kristmansson, landsliðsþjálfari 

Þess utan átti Valgarð góðan dag á öllum áhöldum en hann hækkaði einkunnir sínar bæði á svifrá og tvíslá frá því á HM og EM. Hann fékk fyrir æfingar sínar einkunnina 12,966 á svifrá og 13,100 á tvíslá og var hársbreidd frá því að komast í úrslit, en einungis munaði 0,5 á svifrá og 0,6 á tvíslá. Valgarð var ósáttur með lendinguna í seinna stökkinu, en var ánægður með æfingar sínar á svifrá og tvíslá. ,,Ég er spenntur fyrir komandi tímabili. Næst á dagkrá er Bikarmót og svo Íslandsmót, þar sem stefnan er á sigur. Stefnan er sett hærra fyrir næstu mót og ég mun nýta mér alla þá reynslu sem ég hef öðlast til að gera enn betur".

Æfingar hans frá deginum í dag má sjá hér; 

Tvíslá

Stökk

Svifrá

Hér má sjá þá átta sem komust í úrslit á hverju áhaldi og einkunnir þeirra; 

Stökk

1. Igor RADIVILOV, UKR – 14.766
2. Dominick CUNNINGHAM, GBR – 14.583
3. Jeahwan SHIN, KOR – 14.483
4. Hansol KIM, KOR – 14.466
5. Loris FRASCA, FRA – 14.350
6. Milad KARIMI, KAZ – 14.245
7. Hidenobu YONEKURA, JPN – 14.224
8. Christopher REMKES, AUS – 14.216

Tvíslá
1. Ahmet ONDER, TUR – 14.466
2. Hibiki ARAYASHIKI, JPN – 14.366
3. Hao YOU, CHN – 14.300
4. Ferhat ARICAN, TUR – 14.233
5. Mitchell MORGANS, AUS – 13.966
6. Mikhail KOUDINOV, NZL – 13.933
7. Akim MUSSAYEV, KAZ – 13.791
8. Tomomasa HASEGAWA, JPN – 13.566

Svifrá
1. Hidetaka MIYACHI, JPN – 14.633
2. Tin SRBIC, CRO – 14.633
3. Chenglong ZHANG, CHN – 14.400
4. Tyson BULL, AUS – 14.166
5. Milad KARIMI, KAZ – 14.033
6. Mitchell MORGANS, AUS – 14.033
7. Ahmet ONDER, TUR – 13.966
8. Epke ZONDERLAND, NED – 13.466

Úrslit á öllum áhöldum má finna hér. 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar