Print this page
Föstudagur, 22 Febrúar 2019 20:35

WOW Bikarmótið 2019

Nú um helgina fer fram Bikarmót í hópfimleikum þar sem meistaraflokkur, 1. - 2. flokkur og drengjaflokkar etja kappi. Mótið fer fram laugardag og sunnudag í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. 

Á sunnudag verður mótið sýnt í beinni útsendingu á RÚV og mun útsending hefjast kl.16:00. Útsendingu lýkur kl. 17:30 þegar Bikarmeistarar í meistaraflokki hafa verið krýndir. Stjarnan og Gerpla munu berjast um sigur í kvennaflokki, Stjarnan er núverandi Bikarmeistari og mun freista þess að verja titilinn og vinna bikarinn þriðja árið í röð. Í karlaflokki verða í fyrsta skipti í mörg ár tvö lið sem berjast og má búast við hörku spennandi keppni. Það má búast við spennu frá upphafi til enda og er sannkölluð fimleikaveisla í vændum á fyrsta móti vetrarins.

Við hvetjum alla til að koma og horfa á mótið og hvetja okkar besta fimleikafólk til dáða.