Print this page
Sunnudagur, 24 Febrúar 2019 19:06

Bikarmótið í hópfimleikum- Stjarnan með sannfærandi sigur í kvennakeppni

Rétt í þessu lauk Bikarmótinu í hópfimleikum en mótið fór fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Á mótið mætti allt okkar besta hópfimleikafólk og sýnd voru frábær tilþrif. Mótið var sýnt í beinni útsending á RÚV og var mótið allt hið glæsilegasta.

Keppt var í þremur flokkum í meistaraflokki, kvenna-, karla- og blönduðum flokki. Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 54.000 stig en þetta er fjórða árið í röð sem að Stjarnan verður bikarmeistari. Í karlaflokki var það lið Gerplu sem varð hlutskarpast með 56.400 stig og í flokki blandara liða var það lið Gerplu sem sigraði.

 

Nánari úrslit mótsins má sjá á slóðinni:

 

https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1647