Mánudagur, 25 Febrúar 2019 04:07

Lokaundirbúningur fyrir Bikarmót hjá úrvalshópi kvenna

Fyrsta æfingahelgi hjá úrvalshópi kvenna í áhaldafimleikum fór fram dagana 15.-16. febrúar síðastliðinn. Hópurinn samanstendur af átta stelpum úr Ármanni, Björk og Gerplu.
 
Á föstudeginum lærði hópurinn nýja upphitun sem Alexandra Chelbea er að semja fyrir þær og í kjölfarið hófst æfing á áhöldunum. Á laugardeginum gerðu stelpurnar fullar æfingar á áhöldum og komu dómararnir Hlín Bjarnadóttir og Sæunn Viggósdóttir og dæmdu æfingar þeirra. Eftir hádegi var svo venjuleg æfing. Helgin gekk vel að sögn þjálfara og dómara og lítur út fyrir miklar framfarir hjá hópnum á komandi keppnistímabili, enda margar hverjar að æfa ný móment. 
 
Stelpurnar keppa hver fyrir sitt félag á Bikarmóti sem fram fer næstu helgi. Mótið fer fram í Fimleikadeild Fjölnis, Fossaleyni 1, 112 Reykjavík og fer keppni í frjálsum æfingum fram laugardaginn 2. mars. 
 
Við óskum öllum keppendum góðs gengis á mótinu og hlökkum til að fylgjast með. 
 
 
Áfram Ísland
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla