Fimmtudagur, 07 Mars 2019 11:41

Gerpla varði Bikarmeistaratitilinn í kvenna- og karlaflokki

Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram síðustu helgi þar sem keppt var í frjálsum æfingum karla og kvenna, ásamt því að keppt var í 1., 2. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans. 

Í karlakeppninni varði lið Gerplu A titilinn og varð Bikarmeistari þriðja árið í röð með 221.695 stig. Lið Gerplu hefur verið sigurstrangt í karlakeppninni í gegnum árin, en alls hefur liðið unnið titilinn 22 sinnum frá árinu 1990. Liðið skipuðu þeir Arnór Már Másson, Valgarð Reinhardsson, Eyþór Örn Baldursson, Arnþór Daði Jónasson og Martin Bjarni Guðmundsson. Í öðru sæti varð lið Gerplu B með 205.294 stig og í því þriðja sameiginlegt lið Ármanns og Bjarkanna með 201.260 stig.  

Í kvennakeppninni sigraði lið Gerplu A og urðu Bikarmeistarar annað árið í röð með 142.049 stig. Lið Gerplu hefur unnið titilinn 12 sinnum í kvennaflokki frá árinu 1990. Liðið skipuðu þær Birta Björg Alexandersdóttir, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Agnes Suto-Tuuha, Tinna Sif Teitsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Í öðru sæti varð lið Bjarkanna með 129.932 stig og í því þriðja lið Gróttu með 129.366 stig. 

Úrslit af mótinu má nálgast hér. 

Fimleikasambandið óskar keppendum og þjálfurum til hamingju með mótið og árangurinn. 

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar