Miðvikudagur, 13 Mars 2019 14:03

Íslandsmótið í áhaldafimleikum 2019 - Skipulag og hópalisti

Um helgina fer fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum 2019. Mótið fer fram í Ármanni og verður keppt um titla í unglinga- og fullorðinsflokki í fjölþraut og á einstökum áhöldum.

Á laugardag fer fram keppni í fjölþraut og á sunnudag keppni a einstökum áhöldum. Keppni hefstkl kl 15:00 á laugardag og 14:30 á sunnudag. Mótið verður einnig í beinni útsendingu á RÚV. En útsending hefst kl 15:00. 

Meðfram Íslandsmótinu verður einnig keppt um Íslandsmeistaratitla í 1. og 2. þrepi Íslenska Fiimleikastigans. En sú keppni fer fram á sunnudags morgun og hefst keppni kl 9:30.  Í Íslenska Fimleikastiganum eru veitt verðlaun fyrir fjölþraut í hverjum aldursflokki auk þess sem að krýndur er einn Íslandsmeistari í hverju þrepi.