Sunnudagur, 17 Mars 2019 17:26

Valgarð og Jónas röðuðu inn titlunum á seinni degi Íslandsmóts

Seinni hluti Íslandsmóts í áhaldafimleikum fór fram í Ármanni í dag, þar sem keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Fimm stigahæstu keppendur á hverju áhaldi frá því í gær kepptu um titilinn og var það nýkrýndur Íslandsmeistari í fjölþraut, Valgarð Reinhardsson, sem sigraði flest gull í karlaflokki en hann sigraði á fjórum áhöldum, hringjum, stökki, tvíslá og svifrá. Á gólfi sigraði Eyþór Örn Baldursson úr Gerplu og á bogahesti var það Arnþór Daði Jónsson einnig úr Gerplu sem tók fyrsta sætið.

Verðlaunahafar á gólfi í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á bogahesti í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á hringjum í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á stökki í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á tvíslá í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á svifrá í fullorðins og unglingaflokki

Í kvennaflokki skiptust verðlaunin jafnt á milli keppenda, en Gerplustelpur skiptu á milli sín þremur verðlaunum af fjórum. Andrea Ingibjörg Orradóttir sigraði á stökki, nýkrýndur Íslandsmeistari í fjölþraut, Agnes Suto-Tuuha á tvíslá og Sunna Kristín Ríkharðsdóttir á slá. Það var svo Katharína Sybilla Jóhannsdóttir úr Fylki sem sigraði á gólfi. 


Verðlaunahafar á stökki í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á tvíslá í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á slá í fullorðins og unglingaflokki


Verðlaunahafar á gólfi í fullorðins og unglingaflokki

Í unglingaflokki drengja var það Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni sem var maður mótsins en hann sigraði gólfi, stökki, tvíslá og svifrá, en Jónas Ingi varð einnig Íslandsmeistari í fjölþraut í gær. Ágúst Ingi Davíðsson úr Gerplu fékk gull í hringjum og liðsfélagi hans Dagur Kári Ólafsson á bogahesti. 

Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu og Guðrún Edda Min Harðardóttir úr Björk fengu báðar tvenn gullverðlaun í unglingaflokki kvenna. Hildur Maja á stökki og gólfi og Guðrún Edda á tvíslá og slá.

Sjá má öll úrslit hér. 

Við óskum öllum keppendum til hamingju með daginn, mótshöldurum fyrir glæsilegt mótahald og dómurum fyrir dómgæsluna.

Áfram Ísland!

#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar