Þriðjudagur, 19 Mars 2019 11:48

Landslið Íslands fyrir Evrópumót í áhaldafimleikum og Berlin Cup

Landsliðsþjálfari kvenna Hildur Ketilsdóttir og landsliðaþjálfari karla Róbert Kristmannsson hafa valið landslið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Szczecin í Póllandi 10.-14. apríl 2019.

Þeir keppendur sem mynda kvennalandslið Íslands eru;

Agnes Suto-Tuuha - Gerpla
Emilía Björt Sigurjónsdóttir - Björk
Thelma Aðalsteinsdóttir - Gerpla
Vigdís Pálmadóttir - Björk

Þjálfarar í ferðinni eru Hildur Ketilsdóttir og Andrea Kováts-Fellner.

Þeir keppendur sem mynda karlalandslið Íslands eru;

Eyþór Örn Baldursson - Gerpla
Valgarð Reinhardsson - Gerpla

Þjálfari í ferðinni er Róbert Kristmannsson.

Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari drengja U18 hefur einnig valið lið fyrir Berlin Cup sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 5.-6. apríl 2019. 

Fjórir fimleikamenn munu skipa lið sem samanstendur af;

Ágústi Inga Davíðssyni - Gerplu
Degi Kára Ólafssyni - Gerplu
Jónasi Inga Þórissyni - Ármanni
Martin Bjarna Guðmundssyni - Gerplu

Þjálfarar í ferðinni eru Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannsson.

Við óskum keppendum, þjálfurum, félögum og foreldrum innilega til hamingju.

Áfram Ísland!