Fimmtudagur, 04 Apríl 2019 12:46

Landslið fyrir Heimsmeistaramót unglinga

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum hafa valið keppendur á Heimsmeistaramót unglinga í áhaldafimleikum sem fram fer í í Ungverjalandi 27.-30. júní. 

Þetta er í fyrsta skipti í sögu alþjóðasambandsins (FIG) sem Heimsmeistaramót unglinga er haldið, í karlaflokki eru keppendur fæddir árin 2002-2003 og í kvennaflokki 2004 - 2005. 

Keppendur:

Jónas Ingi Þórisson - Ármann
Laufey Birna Jóhannsdóttir - Grótta

Þjálfarar:

Margnús Heimir Jónasson
Sesselja Jarvela

Dómarar:

Daði Snær Pálsson
Þorbjörg Gísladóttir

Fararstjóri:

Íris Mist Magnúsdóttir

Við erum stolt af því að eiga keppendur á fyrsta HM unglinga í sögunni og hlökkum til að fylgjast með þeim keppa á meðal þeirra bestu í heimi, þau eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Við óskum ykkur öllum innilega til hamingju með valið og óskum ykkur góðs gengis við undirbúninginn.

 

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum,
Róbert Kristmannsson
Þorbjörg Gísladóttir