Föstudagur, 05 Apríl 2019 14:23

U18 drengir hafa lokið keppni í undanúrslitum á Berlin Cup - Myndbönd

Unglingalandslið Íslands keppti í dag á Berlin Cup í Þýskalandi. Liðið skipuðu þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson. Liðið fékk samtals 215.400 stig en hægt er að fylgjast með úrslitunum hér. Síðasti hluti mótsins er eftir, þar sem Rússar eru meðal keppenda. Martin Bjarni Guðmundsson fékk hæstu einkunn af íslensku strákunum á stökki og á möguleika á að komast í úrslit. Einungis eru 6 í úrslitum á hverju áhaldi en úrslit á áhöldum munu vera birt hér að móti loknu. 

Hér má sjá æfingar hjá strákunum: 

Ágúst Ingi Davíðsson - Einkunn 65.250
Dagur Kári Ólafsson - Einkun: 68.050
Jónas Ingi Þórisson - Einkunn: 72.000
Martin Bjarni Guðmundsson - Einkunn: 71.000

Við óskum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með mótið!

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar