Print this page
Fimmtudagur, 11 Apríl 2019 17:48

Evrópumótið í beinni á RÚV á morgun og um helgina

Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram í Szczecin í Póllandi og var keppt í undanúrslitum í gær og í dag. Á morgun fara fram úrslit í fjölþraut og á laugardag og sunnudag verður keppt til úrslita á áhöldum. Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV og hvetjum við alla til að fylgjast með besta fimleikafólki heims berjast um titilinn.

Hér má sjá dagskránna: 

Föstudagur: 

Fjölþraut karla
Kl. 11:00-14:00

Fjölþraut kvenna
Kl. 15:30 -18:00

Laugardagur: 

Úrslit á áhöldum í karla og kvennaflokki
Kl. 11:30 - 14:30

Sunnudagur:

Úrslit á áhöldum í karla og kvennaflokki
Kl. 12:10-14:30