Print this page
Föstudagur, 26 Apríl 2019 16:41

Úrvalshópar fyrir EM2020 í hópfimleikum

Nú er landsliðsverkefnið fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2020 (EM2020) farið af stað og margt spennandi framundan.

Mótið verður haldið í Kaupmannahöfn dagana 15.-18. október 2020 og mun fara fram í Ballerup Super Arena. Stefna Fimleikasambandsins er að senda fjögur lið á mótið, tvö í fullorðinsflokki og tvö í unglingaflokki.

Þetta er í fyrsta skipti sem landsliðs verkefni í hópfimleikum er sett upp á þennan máta, en aldrei hefur verið byrjað á verkefninu svona tímalega. Markmiðið er að nýta nálægðina sem Ísland býður uppá, leyfa landsliðunum að æfa oftar saman og þannig móta stefnuna skýrar fram að EM2020.

Opnar æfingar verða að meðaltali á þriggja mánaða fresti í gegnum ferlið og er öllum þeim sem eru ekki úrvalshóp ávallt boðið á þær æfingar. Að þeim æfingum loknum verða úrvalshópar endurmetnir og tilkynntir viku síðar. Þannig hafa allir iðkendur möguleika á að komast inn í úrvalshóp yfir allt árið og þar til landsliðshópar verða tilkynntir fyrir EM2020.

Landsliðsþjálfarar hafa valið saman fyrstu úrvalshópa fullorðinna.  

Úrvalshópur kvenna:

Aðalheiður Guðrún Kolbeinsdóttir - Stjarnan
Andrea Hansen - Gerpla
Andrea Sif Pétursdóttir - Stjarnan
Aníta Lív Þórisdóttir - Fjölnir
Anna María Steingrímsdóttir - Stjarnan
Anna Sigríður Guðmundsdóttir - Stjarnan
Ásta Kristinsdóttir - Fjölnir
Bára Björt Stefánsdóttir - Gerpla
Belinda Sól Ólafsdóttir - Gerpla
Berglind Ósk Guðmundsson - Gerpla
Birta Ósk Þórðardóttir - Gerpla
Dóróthea Gylfadóttir - Stjarnan
Edda Berglind Björnsdóttir - Gerpla
Edda Sigríður Sigfinnsdóttir - Gerpla
Esmeralda Canales - Gerpla
Eydís Ingadóttir - Stjarnan
Hekla Björt Birkisdóttir - Stjarnan
Helena Clausen Heiðmunsdóttir - Stjarnan
Hildur Clausen Heiðmunsdóttir - Stjarnan
Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg - Gerpla
Karitas Inga Jónsdóttir - Gerpla
Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir - Gerpla
Kolbrún Þöll Þorradóttir - Stjarnan
Kristín Sara Stefánsdóttir - Fjölnir
Margrét María Ívarsdóttir - Gerpla
María Líf Reynisdóttir - Stjarnan
Mía Viktorsdóttir - Gerpla
Rebekka Rut Stefánsdóttir - Gerpla
Sara Margrét Jóhannesdóttir - Stjarnan
Sigrún Vernharðsdóttir - Fjölnir
Sól Sæmundsen - Gerpla
Sólveig Rut Þórarinsdóttir - Gerpla
Sveinbjörg B. Kristjánsdóttir - Gerpla
Tanja Dögg Hermannsdóttir - Fjölnir
Valgerður Sigfinnsdóttir - Gerpla
Ylfa Sól Guðmundsdóttir - Fjölnir
Þórey Ásgeirsdóttir - Stjarnan

Úrvalshópur karla:

Arnar Daði Jónsson - Stjarnan
Alexander Sigurðsson - Gerpla
Ásmundur Óskar Ásmundsson - Gerpla
Daníel Orri Ómarsson - Gerpla
Einar Ingi Eyþórsson - Stjarnan
Einar Karelsson - Gerpla
Eysteinn Máni Oddsson - Gerpla
Helgi Laxdal - Stjarnan
Ingvar Þór Bjarnason - Stjarnan
Sigmundur Freyr Hafþórsson - Stjarnan
Stefán Ísak Stefánsson - Stjarnan
Viktor Elí Tryggvson - Gerpla
Viktor Snær Flosason - Gerpla
Þorbjörn Bragi Jónsson - Stjarnan

Hér má sjá dagskrá á fyrstu tveimur úrvalshópaæfingum fullorðinna;

  • 1. maí: Æfing fyrir úrvalshóp fullorðinna kl. 12:00-16:00 í Íþróttafélaginu Gerplu, Vatnsenda.
  • 4. maí: Þrekpróf fyrir alla í úrvalshópum fullorðinna í Íþróttafélaginu Gerplu, Vatnsenda, kl. 13:30-16:00.

Við óskum öllum iðkendum til hamingju og bendum enn og aftur á að opnar æfingar verða að meðaltali á þriggja mánaða fresti í gegnum ferlið, þannig hafa allir iðkendur möguleika á að komast inn í úrvalshóp yfir allt árið og þar til landsliðshópar verða tilkynntir fyrir EM2020.

Við óskum öllum iðkendum innilega til hamingju með sætið og hvetjum alla til að halda áfram að æfa sig.

Áfram Ísland!

#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar