Þriðjudagur, 30 Apríl 2019 17:30

Opin æfing fyrir unglinga á Akureyri og vinnufundur fyrir alla félagsþjálfara

Næstkomandi laugardag verður haldin opin æfing, fyrir úrvalshópa landsliða fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2020. Æfingin verður haldin kl. 15:30-18:00 í fimleikasalnum á Akureyri og er æfingin ætluð eftirfarandi iðkendum; 

  • Fyrir alla iðkendur sem eru fæddir 2005 og fyrr, bæði stelpur og strákar. Æfingin er haldin fyrir þá sem ekki komust á opnu æfinguna sem haldin var á höfuðborgarsvæðinu 20. mars.
  • Við tökum það fram að iðkendum er að sjálfsögðu velkomið að koma frekar á opnu æfinguna sem fer fram á höfuðborgarsvæðinu 18. maí.
  • Markmiðið með opnum æfingum er að sjá hvernig iðkendur standa og út frá þeim velja inn í úrvalshópa á hverjum tímapunkti. Landsliðsþjálfarar munu ávallt velja besta hópinn hverju sinni og verða úrvalshópar því breytilegir yfir tímabilið. Opnar æfingar verða að meðaltali á þriggja mánaða fresti í gegnum ferlið og er öllum þeim sem eru ekki í úrvalshóp ávallt boðið á þær æfingar. Að þeim æfingum loknum verða úrvalshópar endurmetnir og tilkynntir viku síðar.


Skráning á æfinguna fer fram hér. 

Vinnufundir; 

Við minnum alla félagsþjálfara á að skrá sig á vinnufund með landsliðsþjálfurum þann 4. maí, óháð því hvort þeir eigi iðkendur í úrvalshópum, annað hvort á höfuðborgarsvæðinu eða á Akureyri. Ef skráning verður ekki nægileg, verður fundinum frestað ásamt opnu æfingunni á Akureyri.

Vinnustofur verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi tvisvar sinnum yfir árið. Þar verður verkefnið stuttlega kynnt en þar á eftir fara landsliðsþjálfarar yfir þær æfingar sem þeir stefna að með landsliðum og sýna undirbúningsæfingar sem þeir munu leggja áherslu á í gegnum ferlið. Að loknum vinnufundum fá félagsþjálfarar kynningarefni og myndbönd með undirbúningsstöðvum og tækniæfingum sem landsliðsþjálfarar mæla með í undibúningi fyrir mótið. Vinnustofurnar verða settir upp í formi þjálfaranámskeiðis, en markmið þeirra er að jafna tækifæri iðkenda í undirbúningi fyrir mótið og hámarka möguleika Íslands á Evrópumótinu 2020.

Skráning á vinnufundinn fer fram hér.

Hér má sjá dagskrá fyrsta vinnufundar; 

Dagsetning: 4. maí 2019

Staðsetning: Akureyri

Tímasetning: Kl. 10:30-15:00

Dagskrá:

  • Kl. 10:30 - 12:00 = Kynning á verkefninu í Giljaskóla á Akureyri
  • Kl. 12:00 - 13:00 = Hádegishlé
  • Kl. 13:00 - 15:00 = Verklegt í fimleikahúsi Akureyrar. Farið verður í gegnum allar stöðvar og tækniæfingar í þeim stökkum og dansæfingum sem stefnt er að. Þjálfarar mæta með iðkendur með sér sem eru nýttir í að sýna stöðvar. Ath. Kanínur eiga að mæta kl. 12:30 og byrja að hita sig sjálfar upp.

 

Dagsetning: 4. maí 2019

Staðsetning: Fyrri hluti í Íþrótta- og Ólymíusambandi Íslands (ÍSÍ), íþróttamiðstöðinni Laugardal. Staðsetning á seinni hluta verður send út síðar í vikunni.

Tímasetning: 13:30-18:00

Dagskrá:

  • Kl. 13:30-15:00 = Kynning á verkefninu í í C-sal í Íþrótta- og Ólymíusambandi Íslands (ÍSÍ), íþróttamiðstöðinni Laugardal.
  • Kl. 15:00-16:00 = Pása
  • Kl. 16:00-18:00 = Verklegt í fimleikahúsi. Farið verður í gegnum allar stöðvar og tækniæfingar í þeim stökkum og dansæfingum sem stefnt er að. Þjálfarar mæta með iðkendur með sér sem eru nýttir í að sýna stöðvar. Ath. Kanínur eiga að mæta kl. 15:30 og byrja að hita sig sjálfar upp. Staðsetning verður send út síðar í vikunni.

 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar