Laugardagur, 04 Maí 2019 13:44

Fimleikasamband Íslands auglýsir eftir starfskrafti á fjármálasvið sambandsins - bókhald

Fimleikasamband Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til starfa. Um er að ræða 100% starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að vinna að frekari uppbyggingu fimleika á Íslandi á öflugum og skemmtilegum vinnustað í ögrandi og síbreytilegu umhverfi.

Helstu verkefni

 • Almenn bókhaldsstörf.
 • Innheimta og útgáfa reikninga.
 • Kostnaðargreining.
 • Skýrslu- og áætlanagerð.
 • Afstemmingar.
 • Undirbúningur fyrir endurskoðun.
 • Þjónusta við fimleikafélög í landinu.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur 

 • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • Frumkvæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
 • Góð færni í framsetningu upplýsinga.
 • Geta til að vinna sjálfstætt og í hóp.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Rík þjónustulund og jákvætt hugarfar.
 • Góð þekking og færni í Excel.
 • Reynsla og þekking á Dynamics NAV bókhaldskerfi er kostur.

Starfshlutfall er 100% og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Starfsstöð er á skrifstofu FSÍ Engjavegi 6.

Umsóknarfrestur er til og með 11. maí. Senda skal kynningarbréf ásamt ferilskrá á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fullum trúnaði heitið.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri FSÍ, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Um Fimleikasamband Íslands 

Fimleikar eru í dag þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um 13.000 iðkendur, af þeim eru um 70% konur sem gerir fimleika að fjölmennustu íþrótt kvenna innan ÍSÍ. Á skrifstofu sambandsins vinna 6 starfsmenn í fullu starfi auk 20 landsliðsþjálfara og 25 einstaklinga sem starfa í fagnefndum á vegum sambandsins.