Fimmtudagur, 31 Maí 2012 11:26

6 keppendur á NM U14 drengja

Norðurlandameistaramót drengja U14 ára fór fram 20-21.apríl í Greve, Danmörk.  Ísland sendi sex vaska pilta til leiks en það voru Aron Freyr Axelsson, Bjarni Geir Halldórsson, Daníel Orri Ómarsson, Egill Gunnar Kristjánsson, Stefán Ingvarsson og Tristan Alex Kamban Jónsson.  Liðakeppni í fjölþraut fór fram á föstudeginum og stóðu piltarnir sig með ágætum.  Eftir fyrri daginn þá komust eftirfarandi piltar í úrslit á einstökum áhöldum; Bjarni Geir og Daníel Orri í gólfæfingum, Stefán í hringjum, Daníel Orri og Egill í stökki, Stefán og Tristan í tvíslá og svo Egill í svifrá. 

Axel Bragason þjálfari drengjana var mjög ánægður með árangur þeirra og frammistöðu, enda lofar hún góðu fyrir framtíð þessa hóps.