Print this page
Föstudagur, 09 Ágúst 2013 00:00

Toppþjálfaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna

Námskeið í áhaldafimleikum kvenna í þjálfun og uppbygging æfinga á jafnvægisslá og gólfi.  Farið verður í grunnþætti þjálfunar, upphitun, kóreógrafíu, hopp og píróetta sem og kennslu á flóknum æfingum á þessum áhöldum.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. 

Kennari verður Carol-Angela Orchard frá Kanda. 

Hún var landsliðsþjálfari Kanda í 30 ár og þjálfað margar af þeirra bestu fimleikakonum meðal annars Elyse Hoffner-Hibbs sem var fyrsta Kanadíska konan til að hljóta verðlaun á HM og var það á jafnvægisslá og Peng-Peng Lee ein skemmtilegasta fimleikakona heims. Carol-Angela hefur þróað 5 æfingar sem bera nöfn nemenda hennar í Code of Points. 

Hún var sérstakur ráðgjafi Breta í undirbúningi fyrir ÓL 2012 bæði á slá og gólfi en vinnur nú sjálfstætt sem ráðgjafi um allan heim og er mjög vinsæll fyrirlesari. 

Námskeiðið er ætlað reyndum þjálfurum, þjálfurum framhaldshópa í áhaldafimleikum kvenna og öðrum áhugasömum. 

Námskeiðið fer fram á Reykjavíkursvæðinu en nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar. Skráning fer fram á skrifstofu fimleikasambandsins í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 514 40 60.  Námskeiðsgjald er aðeins 19.500 kr. 

Athugið að skráningarfrestur rennur út 30.ágúst. 

 

Fræðslunefnd FSÍ