Miðvikudagur, 23 Janúar 2013 14:43

30 ára afmælissýning hjá Stjörnunni

Í tilefni 30 ára afmælis fimleikadeildar Stjörnunnar verður haldin glæsileg sýning í Ásgarði nk. sunnudag, 27. janúar kl. 15. Á sýningunni verður ævintýrið Snædrottningin eftir HC Andersen sýnt að hætti fimleika og á sýningin að höfða til allrar fjölskyldunnar.

Forsala miða verður í Ásgarði alla daga frá 17-19 til og með föstudegi og er miðaverð 1000 krónur en frítt fyrir börn 12 ára og yngri.  Að sýningu lokinni verður boðið upp á veitingar.