Þriðjudagur, 26 Mars 2013 09:20

Alþjóðlegt dómaranámskeið MAG

Um síðustu helgi lauk alþjóðlegu dómaranámskeiði fyrir dómara í áhaldafimleikum karla.  Námskeiðið var haldið í húsnæði ÍSÍ, Laugardal, og tóku 8 dómaraefni þátt í námskeiðinu sem lauk með prófi 24.mars.  Námskeiðið var haldið fyrir núverandi alþjóðlega dómara sem og fyrir nýja alþjóðlega dómara, en að auki sátu nokkrir landsdómarar námskeiðið sem áhorfendur. Af þeim 8 þátttakendur sem sóttu námskeiðið þá náðu 5 alþjóðlegu prófi.  Námskeiðshaldari og prófdómari var Butch Zunich, alþjóðlegur dómari Cat.1.  Undirbúning fyrir hönd tækninefndar karla sá Björn M. Tómasson og er honum færðar þakkir fyrir. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendur á námskeiðinu.