Fimmtudagur, 04 Apríl 2013 10:10

Úrvalshópar í áhaldafimleikum kvenna komnir af stað

Á síðasta ári var blásið til afreksráðstefnu þar sem fagfólki úr öllum keppnisgreinum fimleika var boðið að leggja fram sínar hugmyndir um hvernig best væri að standa að afreksmálum FSÍ. Þar kom fram sú eindregna skoðun að ekki væri lengur hægt að vinna að afreksmálum sambandsins í sjálfboðavinnu og mikilvægt væri að fela einum eða fleirri það verkefni að undirbúa og velja landslið.  Jafnframt kom fram sú skoðun að utanumhald og ásýnd landsliða yrði bætt verulega. En síðast en ekki síst að fjármögnum landsliðsverkefna yrði að bæta verulega til að keppendur gætum tekið þátt á jafnræðisgrunni. Margt annað fróðlegt koma fram og verður gott veganesti fyrir stjórn FSÍ til að bæta starfsskilyrði afreksmanna og möguleika okkar á sigrum á erlendri grundu. 

Með samþykkt stjórnar FSÍ að ráða sviðstjóra landsliðsmála Sólveigu Jónsdóttur og landsliðsþjálfara í áhaldafimleikum karla og kvenna og hópfimleikum, þau Guðmund Þór Brynjólfsson, Söndru Dögg Árnadóttur , Gennadiy Zadorozhniy og Ásu Ingu Þorsteinsdóttur var stigið fyrsta skrefið í að framkvæmda þær hugmyndir sem fram komu á áður nefndri afreksráðstefnu FSÍ. 

Fjármögnun keppnisferða er einn stærsti þröskuldur sem íslenskir fimleikamenn standa frammi fyrir. Með stofnun Afrekssjóða Fimleikasambands Íslands var stigið stórt skerf til framfara í þeim efnum. Tilgangur afrekssjóðsins er að styrkja fimleikafólk vegna kostnaðar við æfinga- og keppnisferðir erlendis, þar sem helmingur fjármagns sjóðsins er úthlutað ár hvert en hinn helmingurinn er nýttur sem fjárhagsstofn til lengri tíma. Þannig nýtist sjóðurinn bæði núverandi afreksfólki okkar sem og komandi kynslóðum.  Þessi hugmynd er ný af nálinni hjá FSÍ og er jákvætt skref til að auðvelda afreksfólki okkar varðandi fjárhagslegu þætti á ferðum erlendis. 

Daganna 18.mars og 25.mars var boðað á úrvalshópsæfingu stúlkna og kvenna, landsliðsþjálfara kvenna þau Guðmundur og Sandra höfðu áður í samvinnu við tækninefnd kvenna sett skilyrði fyrir þátttöku í úrvalshópi. Á dögunum völdu landsliðsþjálfara kvenna, hóp stúlkna og kvenna í úrvalshópa Fimleikasambandsins.

Úrvalshópur kvenna: Keppendur fæddir 1997 og fyrr og keppa í frjálsum æfingum í fjölþraut; Agnes Suto Gerpla 1992, Andrea Ingibjörg Orradóttir Gerpla 1995, Andrea Rós Jónsdóttir Gerpla 1997, Birgitta Rún Guðmundsdóttir Gerpla 1996, Dominiqua Belányi Grótta 1992, Embla Jóhannesdóttir Grótta 1995, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir Björk 1997, Guðrún Georgsdóttir Stjarnan 1997, Hildur Ólafsdóttir Fylkir 1996, Hildur Ösp Gunnarsdóttir Fylkir 1996, Jóhanna Rakel Jónasdóttir Ármann 1995, Norma Dögg Róbertsdóttir Gerpla 1996, Sigrún Harpa Stefánsdóttir Gerpla 1996, Thelma Rut Hermannsdóttir Gerpla 1993, Tinna Óðinsdóttir Gerpla 1994, Þórey Kristinsdóttir Björk 1996. 

Úrvalshópur stúlkna: Keppendur fæddir 1998 - 2000 og keppa í frjálsum æfingum eða 1. þrepi íslenska fimleikastigans; Andrea Rún Þorvaldsdótitr Ármann 2000, Arndís Hafþórsdóttir Fylkir 1998, Bára Björt Stefánsdóttir Gerpla 1998, Guðbjörg Eva Þorleifsdóttir Ármann 1999, Gyða Einarsdóttir Gerpla 1999, Lilja Björk Ólafsdóttir Keflavík 1999, Kristjana Ýr Kristinsdóttir Björk 1999, Nanna Guðmundsdóttir Grótta 2000, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir Gerpla 1998, Steinunn Anna Svansdóttir Björk 1998, Svala Davíðsdóttir Gerpla 2000, Tekla Þórdís Thorarensen Ármann 2000, Thelma Aðalsteinsdóttir Gerpla 2000.

Á dögunum voru svo haldnar æfingar fyrir úrvalshópana, stúlkurnar æfðu í Stjörnunni Ásgarði og að æfingu lokinni var öllum þjálfurum keppenda í úrvalshópum sambandsins boðið á fund þar sem farið var yfir verkefni ársins, áherslur landsliðsþjálfara og hvað liggur til grundvallar við val í landsliðshópana fyrir þau verkefni sem fyrir liggja. Úrvalshópur kvenna æfði saman í Laugarbóli, æfingaaðstöðu Ármenninga og að þeirri æfingu lokinni fór fram foreldrafundur þar sem sviðsstjóri landsliðsmála fór yfir verkefni vorannar og Sandra Dögg Árnadóttir fór yfir helstu atriði sem snúa að vali í landslið og hvernig starfi úrvalshópanna verður háttað á næstunni. Formaður Fimleikasambandsins Þorgerður Laufey Diðriksdóttir fjallaði um afrekssjóð sambandsins og hvernig hann starfar með það að leiðarljósi að styrkja landsliðin okkar.

Fimleikasambandið þakkar Ármanni og Stjörnunni fyrir afnotin að aðstöðunni þeirra og góðar móttökur.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á æfingunum og þjálfarafundi. 

 

Myndasafn

{gallery}199{/gallery}