Fimmtudagur, 11 Apríl 2013 14:03

Evrópumeistararmótið í áhaldafimleikum

Landslið Íslands í áhaldafimleikum heldur á sunnudaginn til keppni á Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Moskvu, Rússlandi, 15-21.apríl næstkomandi.  Á mánudag og þriðjudag fara fram æfingar á keppnisáhöldunum en undankeppnin verður á miðvikudag og fimmtudag.  Karlanir keppa á miðvikudeginum en konurnar á fimmtudeginum, þar sem keppt verður í fjölþraut og á einstökum áhöldum.   Úrslit í fjölþraut fara svo fram föstudaginn 19.apríl en úrslit á einstökum áhöldum fara  fram helgina 20-21.apríl.  Báðir íslandsmeistarar okkar í fjölþraut, Ólafur Garðar og Thelma Rut verða með í för enda er Evrópumótið annað af tveimur stóru verkefnum sem íslenska landsliðið tekur þátt í nú á vorönn.  Smáþjóðaleikarnir í Luxembourg verða svo haldnir í byrjun júní en landslið okkar tekur einnig þátt í þeirri keppni. 

Landslið Íslands skipa; 
Dominiqua Alma Belányi, Grótta
Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla
Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerpla
Sigurður Andrés Sigurðsson, Ármann
Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerpla
Tinna Óðinsdóttir, Gerpla.  

Landsliðsþjálfarar eru Guðmundu Þór Brynjólfsson, Sandra Dögg Árnadóttir og Gennadiy Zadoroshniy en einnig verða með í för dómararnir Berglind Pétursdóttir, Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá landslið Íslands ásamt þjálfurum. Frá vinstri, Dominiqua, Norma Dögg, Tinna, Thelma Rut, Sigurður Andrés, Ólafur Garðar, Gennadiy og Guðmundur Þór.