Þriðjudagur, 28 Maí 2013 13:53

Brons hjá strákunum í liðakeppni

Nú fyrir stuttu lauk keppni hjá körlum á fyrri degi fimleikamótsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg.  Íslenska liðinu gekk vel og vann til bronsverðlauna í liðakeppni, Monaco vann liðakeppnina og Kýpur varð í öðru sæti.  Á sama tíma fór fram keppni í fjölþraut þar sem Ólafur Garðar Gunnarsson lenti í 4.sæti og Róbert Kristmannsson í 5.sæti.  Þeir munu keppa í úrslitum á einstökum áhöldum þegar þau fara fram á fimmtudaginn, Ólafur á öllum áhöldum nema stökki og Róbert á öllum áhöldum nema hringjum.  Auk þeirra þá keppir Jón Sigurður Gunnarsson í úrslitum á hringjum og Valgarð Reinhardsson í stökki.  Þess má geta að Valgarð keppti eftir unglingareglum. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá piltana með bronsverðlaun sín, frá vinstri Ólafur Garðar Gunnarsson, Pálmi Steindórsson, Valgarð Reinhardsson, Jón Sigurður Gunnarsson og Róbert Kristmannsson.

Nánari úrslit má sjá í viðhengi. 

Kvennaliðið hefur svo keppni seinna í dag.