Fimmtudagur, 30 Maí 2013 19:13

5 gull og 8 brons á smáþjóðaleikunum

Í dag fór fram seinni keppnisdagurinn í fimleikum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg, þegar keppt var í úrslitum á einstökum áhöldum.  Mikil eftirvænting var í íslenska hópnum eftir góðan dag á þriðjudaginn þegar tvö gull og tvo brons lágu eftir liðakeppni og keppni í fjölþraut.  Dagurinn í dag var frábær og niðurstaðan voru 3 gull og 6 bronsverðlaun, þar sem Dominiqua Alma Belaniy fór fyrir Íslensku keppendunum með því að vinna til tveggja gullverðlauna, á tvíslá og á gólfi.  Auk Dominiqua þá vann Norma Dögg Róbertsdóttir einnig til gullverðlauna og það í stökki.  

Þegar árangur fimleikafólksins er tekinn saman þá enduðu þau með 5 gull og 8 bronsverðlaun eða 13 verðlaun í heild.  

Þau sem unnu til verðlauna í dag voru
Dominiqua Alma Belaniy, GULL á tvíslá
Dominiqua Alma Belaniy, GULL á gólfi
Norma Dögg Róbertsdóttir, GULL í stökki
Dominiqua Alma Belaniy, Brons á jafnvægisslá
Hildur Ólafsdóttir, Brons í stökki
Norma Dögg Róbertsdóttir, Brons á jafnvægisslá
Ólafur Garðar Gunnarsson, Brons á bogahesti
Róbert Kristmannsson, Brons á gólfi
Thelma Rut Hermannsdóttir, Brons á tvíslá

Á þriðjudaginn þá unnust eftirfarandi verðlaun;
Liðakeppni kvenna, GULL
Dominiqua Alma Belaniy, GULL í fjölþraut
Thelma Rut Hermannsdóttir, Brons í fjölþraut
Liðakeppni karla, Brons

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá fimleikafólkið með verðlaun sín.  

Í viðhengjum má sjá öll úrslit frá deginum í dag og þriðjudaginn.

 

Myndasafn

{gallery}242{/gallery}