Mánudagur, 03 Júní 2013 13:22

Smáþjóðaleikarnir - tölfræði

Við höfum tekið saman verðlaunin í fimleikum á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í síðustu viku.  Eins og fram hefur komið þá unnu við til 13 verðlauna, 5 gullverðlauna og 8 bronsverðlauna.  Við fengum flest gullverðlaunin en Lúxemborg skákaði okkur í fjölda verðlauna, þau hlutu 15 í heildina.  Þegar horft er til prósenda, þá fengum við 30% verðlauna sem er að sjálfsögðu mjög gott.  En þar sem við gátum einungis verið með 2 aðila í úrslitum á einstökum áhöldum, þá fengum við 50% af þeim verðlaunum sem við áttum möguleika á í keppninni. 

Hér má sjá hvernig verðlaunin skiptust á milli þjóða. 

  Gull Silfur Brons Alls %
Ísland 5 0 8 13 30,2%
Lúxemborg 4 8 3 15 34,9%
Mónakó 4 2 1 7 16,3%
Kýpur 1 3 3 7 16,3%
Malta 0 1 0 1 2,3%
Andorra 0 0 0 0 0,0%
        43