Miðvikudagur, 26 Júní 2013 15:20

Íris Svavarsdóttir ráðin sviðsstjóri fræðslumála

Á fundi stjórnar FSÍ í gær, var ákveðið að ráða Írisi Svavarsdóttur í starf Sviðsstjóra fræðslumála, en Íris er öllum hnútum kunn í fimleikahreyfingunni eftir margra ára starf í ýmsum hlutverkum, auk þess sem Íris er íþróttafræðingur að mennt með kennsluréttindi.  Helstu hlutverk sviðsstjóra fræðslumála eru að samræma fræðslumál, stuðla að auknu framboði á námskeiðum, sjá um uppsetningar á fimleikamótum og stuðal að útbreiðslu fimleika, svo fátt eitt sé talið upp. 

Íris mun hefja störf hjá Fimleikasambandinu í ágúst. Stjórn fimleikasambandsins býður Írisi velkomna til starfa.