Föstudagur, 05 Júlí 2013 13:37

Dominiqua tekur þátt í Háskólaleikunum - Universiade

Þessa dagana fara fram 27 háskólaleikarnir í Kazan Rússlandi.  Dominiqua Alma Belanyi úr Gróttu, tekur þátt í leikunum en hún er þar á ferð ásamt þjálfara sínum Gabor Kiss.  Á leikunum er keppt í 27 íþróttagreinum og standa leikarnir frá 5-17.júlí. 

Undankeppnin í áhaldafimleikum kvenna fer fram sunnudaginn 7.júlí en úrslit fara svo fram þriðjudaginn 9.júlí næstkomandi.  

Heimasíða leikana er; http://www.kazan2013.ru/en

Uppfært 7/7: Dominiqua meiddist á æfingu í Kazan og gat af þeim orsökum ekki tekið þátt í mótinu.