Sunnudagur, 14 Júlí 2013 09:21

Þrír keppendur frá FSÍ á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar

Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar - EYOF 2013 hefjast 14. júlí næstkomandi í Utrecht í Hollandi.  ÍSÍ sendir 19 ungmenni til hátíðarinnar til keppni í fimm íþróttagreinum, þ.e. fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, sundi og tennis.  Þátttakendur á sumarleikunum að þessu sinni verða hátt á þriðja þúsund frá 49 Evrópuþjóðum en alls verður keppt í níu íþróttagreinum á leikunum. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar hefur verið haldin annað hvert ár í ríflega 20 ár, bæði sumar- og vetrarleikar þar sem efnileg ungmenni á aldursbilinu 14-18 ár fá tækifæri til að keppa við sína jafnaldra og öðlast þannig reynslu í alþjóðlegri keppni.  Þátttaka í hátíðinni snýst ekki aðeins um keppni heldur einnig um eflingu góðra gilda, vináttu og háttvísi í gegnum íþróttirnar.

Fimleikasambandið á þrjá af þessum 19 keppendum en auk keppenda fara þjálfari, fararstjóri og dómari frá FSÍ.  

Hópurinn okkar er;
Kristjana Ýr Kristinsdóttir, keppandi
Steinunn Anna Svansdóttir, Keppandi
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Keppandi
Guðmundur Þór Brynjólfsson, þjálfari
Hildur Ketilsdóttir, fararstjóri
Harpa Óskarsdóttir, dómari

Á meðfylgjandi myndum má sjá keppendur okkar og svo hópinn utan Hörpu sem kemur beint til Hollands frá Svíþjóð. 

Myndasafn

{gallery}258{/gallery}