Þriðjudagur, 13 Ágúst 2013 15:09

Úrtökumót fyrir HM í áhaldafimleikum

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram í Antwerpen í Belgíu dagana 30. september til 6. október. Heimasíða mótsins: http://www.antwerpgymnastics2013.com/en/ -

Fimleikasamband Íslands stendur fyrir tveimur úrtökumótum bæði í karla og kvenna flokki, mótin fara fram 20. ágúst í Ármanni og 23. ágúst í Íþróttafélaginu Gerplu.

Tímasetningar:

20. ágúst í Ármanni:

·         Kl.16:00-16:30 – keppendur mæta og gera sig tilbúna.

·         Kl.16:30-17:50 – upphitun og áhaldaupphitun (þjálfarar og keppendur stjórna sjálfir)

·         Kl.18:00-20:00 – keppni hefst, keppt verður eftir réttri röð. Strákar í einum hópi og

    stelpur í einum.

 

23. ágúst í Gerplu:

·         Kl.16:00-16:30 – keppendur mæta og gera sig tilbúna.

·         Kl.16:30-17:50 – upphitun og áhaldaupphitun (þjálfarar og keppendur stjórna sjálfir)

·         Kl.18:00-20:00 – keppni hefst, keppt verður eftir réttri röð. Strákar í einum hópi og

    stelpur í einum.

Skráðir keppendur:

Agnes Suto (Gerpla), DominiquaAlma Belányi (Grótta), Embla Jóhannesdóttir (Grótta), Guðrún Georgsdóttir (Stjarnan), Hildur Ólafsdóttir (Fylkir), Norma Dögg Róbertsdóttir (Gerpla), Tinna Óðinsdóttir (Gerpla) og Þórey Kristinsdóttir (Björk).

Hróbjartur Pálmar Hilmarsson (Gerpla), Jón Sigurður Gunnarsson (Ármann), Ólafur Garðar Gunnarsson (Gerpla) og Sigurður Andrés Sigurðsson (Ármann).

Sviðsstjóri landsliðsmála
Sólveig Jónsdóttir