Fimmtudagur, 29 Ágúst 2013 15:44

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum

Fimleikasamband Íslands hefur valið landslið á Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum sem fram fer í Antwerp í Belgíu dagana 30. september – 6. október.

Á mótinu er keppt í fjölþraut og í úrslitum á áhöldum.

Þeir keppendur sem skipa landsliðið eru í stafróðfsröð:

Kvk:
Agnes Suto, Gerpla
Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla
Tinna Óðinsdóttir, Gerpla

Kk:
Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerpla

Þjálfarar í ferðinni eru:
Guðmundur Þór Brynjólfsson (kvk)
Guillermo Alvarez (kk)

Dómarar eru:
Berglind Pétursdóttir
Anton Þórólfsson

Fararstjóri verður Sólveig Jónsdóttir. 

Heimasíða mótsins: http://www.antwerpgymnastics2013.com/ 

Á mótið mæta allir bestu fimleikamenn heims til þátttöku en fyrsta Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum var einmitt haldið í Antwerp árið 1903. 

Fimleikasambandið óskar keppendum til hamingju með útnefningu sína.