Sunnudagur, 08 September 2013 09:03

Mikil ánægja með Toppþjálfaranámskeið

Um helgina, 6-8.september, stóð fræðslunefnd FSÍ fyrir Toppþjálfaranámskeiði í áhaldafimleikum.  Á föstudeginum fór fram bóklegur hluti í ráðstefnusölum ÍSÍ, en verklegur hluti námskeiðisins fór fram á laugardeginum og sunnudeginum í húsnæði fimleikadeildar Fjölnis og fimleikadeildar Gróttu. Góð mæting var á námskeiðið og um 25 þjálfara sóttu námskeiðið. 

Kennarinn var Carol-Angela Orchard frá Kanada, en hún var m.a. landsliðþjálfari Kanada yfir 30 ár.  Carol-Angela hefur þróað 5 æfingar sem bera nöfn nemenda hennar í Code of Points. 

Á námskeiðinu var farið í þjálfun og uppbygging æfinga á jafnvægisslá og gólfi.  Farið var í grunnþætti þjálfunar, upphitun, kóreógrafíu, hopp og píróetta sem og kennslu á flóknum æfingum á þessum áhöldum.

FSÍ þakkar Fjölni og Gróttu fyrir lán á aðstöðu sinni undir námskeiðið, enda mikilvægt að hafa aðgang að húsnæði fyrir þá atburði sem FSÍ stendur að. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Carol-Angelu ásamt Guðmundi Þór Brynjólfssyni landsliðsþjálfara kvenna og formanni fræðslunefndar FSÍ.  Auk þess eru nokkrar myndir af Carol-Angelu leiðbeina þjálfurum okkar ásamt nemendum þeirra. Í lokin má sjá hópinn sem tók þátt í námskeiðinu. 

 

Myndasafn

{gallery}270{/gallery}