Þriðjudagur, 25 September 2012 08:43

50 manna hópur á Golden Age

FSÍ sendir um 50 manna hóp á Golden Age í Montecatini Ítalíu í næstu viku.   Golden Age er fimleikahátíð undir stjórn Evrópska Fimleikasambandsins (UEG).  Hátíðin stendur yfir í um eina viku þar sem iðkendur 50 ára og eldri  taka þátt bæði í sýningum og vinnubúðum ásamt öðrum Evrópuþjóðum. Goden Age er haldið annað hvert ár og hefur FSÍ ávallt sent hópa á hátíðina.
 
Íslenski hópurinn þetta árið samanstendur af tveimur hópum, Faban frá Akranesi og Strákunum hennar Sóleyjar frá Reykjavík.  Hóparnir héldu litla sýningu á Akranesi á dögunuma og voru atriðin bæði skemmtileg og vel æfð, myndir af sýningunni fylgja með fréttinni. 
 
Íslendingar eiga án nokkurs vafa eftir að slá í gegn á Ítalíu og óskar Fimleikasambandið þeim góðrar ferðar.