Sunnudagur, 07 Október 2012 21:26

Eyþór Örn með Brons á NM

Í dag lauk frábæru Norðurlandameistaramóti drengja U16 í áhaldafimleikum, en það var haldið í Björkunum Hafnarfirði.  Í gær fór fram sveitakeppni og fjölþraut.  Þegar uppi var staðið varð sveit Svíþjóð hlutskarpast og urðu þeir því Norðurlandameistarar drengja með 299,2 stig, Noregur var í öðru sæti með 298,7 stig, Danmörk í þriðja sæti með 291,95 stig og Ísland lenti í fjórða sæti með 283,95.  Svíinn Kim Wanstöm sigraði fjölþraut í gær með 76,7 stig en í öðru sæti varð William Broman, Svíþjóð, með 75,7 en í þriðja sæti lenti Stig Hartvig Kjeldsen með 75,5 stig.  Bestum árangri Íslensku keppendana í fjölþraut í gær náði Valgarð Reinharðsson sem lenti í 8.sæti. 

Í dag var svo keppt á einstökum áhöldum og áttu Ísland 3 einstaklinga í úrslitum þá Eyþór Örn Baldursson, Hrannar Jónsson og Valgarð Reinharðsson. Bestum árangri náði Eyþór Örn er hann lenti í 3ja sæti í Stökki og var hann vel að bronsverðlaunum kominn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá verðlaunahafa í stökki, 1.sæti Emil Soravou Finnland, 2.sæti Stig H.Kjeldsen Danmörk, 3.sæti Eyþór Örn Baldursson Ísland.

Öll úrslit er hægt að finna í viðhengjum sem fylgja með fréttinni.