Þriðjudagur, 16 Október 2012 12:52

Landsliðin í Hópfimleikum á leið á Evrópumeistaramótið

Nú í morgunsárið lagði fríður hópur af stað frá höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal áleiðis til Aarhus, Danmörku, þar sem Evrópumeistaramótið í Hópfimleikum fer fram dagana 18-20.október.  Fimleikasambandið sendir 4 landslið til keppni, eins og áður hefur komið fram, en mikil og góð stemning er í hópnum og allir tilbúnir í verkefnið sem er framundan. Á morgun verður æfing fyrir liðin en keppnin hefst á fimmtudaginn þegar blönduðu liðin okkar í fullorðinsflokki og unglingaflokki keppa í undanúrslitum.  Á föstudaginn munu svo kvennaliðin okkar tvö, fullorðins og unglinga, keppa.  Úrslitin fara svo fram á laugardaginn.

Danska sjónvarpið verður með beinar útsendingar í gegnum netið á föstudeginum og laugardeginum, við setjum rétta linkinn um leið og við fáum hann til okkar.