Miðvikudagur, 17 Október 2012 10:30

Landsliðið í áhaldafimleikum fer á NEM

Landslið okkar í áhaldafimleikum er á leiðinni á Norður Evrópumeistaramótið í áhaldafimleikum sem haldið er í Glasgow, Skotlandi, dagana 19-21.október.  Við eigum von á hörkukeppni en alls mæta 10 þjóðir til leiks, bæði í kvennaflokki og karlaflokki.  Landsliðshópurinn heldur af stað á morgun fimmtudag, en mótið sjálft hefst á laugardaginn en úrslit fara fram á sunnudaginn. 

Landslið Íslands er skipað eftirfarandi einstaklingum;

Dominiqua Alma Belányi, Grótta
Embla Jóhannesdóttir, Grótta
Hróbjartur Pálmar Hilmarsson, Gerpla
Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla
Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerpla
Sigurður Andrés Sigurðarson, Ármann
Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerpla
Tinna Óðinsdóttir, Gerpla

Varamenn eru; Agnes Suto, Gerpla, Kristjana Ýr Kristinsdóttir, Björk, og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Gerpla.
Þjálfarar eru; Berglind Pétursdóttir, Gennadiy Zadorozhniy og Guðmundur Brynjólfsson.
Dómarar eru; Andri Vilberg Orrason og Sandra Dögg Árnadóttir.
Fararstjóri er Davíð Ingason.

Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðshópinn ásamt þjálfurum, en á myndina vantar Berglindi, Sigríði og Agnesi.