Laugardagur, 20 Október 2012 14:39

Tveir Evrópumeistaratitlar í Hópfimleikum

Í dag fór fram úrslit á Evrópumeistaramótinu í Hópfimleikum, þar sem Ísland átti 4 landslið í úrslitum.  Fyrr í morgun kepptu blönduð lið unglinga og fullorðinna sem lentu í 4.sæti sitt í hvorum flokki.  En í hádeginu var komið að keppni í kvennaflokkum þar sem fyrst var keppt í unglingaflokki.  Íslenska landsliðið koma fyrst inn í úrslitin eftir undankepnina og náði að fylgja þeim frábæra árangri eftir og enduðu í 1.sæti með 59,116 stig og eru því Evrópumeistara í Hópfimleikum.  Danmörk lenti svo í 2.sæti í unglingaflokki með 53,783 stig og Svíþjóð í 3.sæti með 52,783 stig.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá unglingaliði okkar en í því eru keppendur á aldrinum 13-17 ára. 

Í hádeginu byrjaði svo keppni í kvennaflokki fullorðinna þar sem Ísland átti titil að verja.  Okkar landslið kom inn í úrslitin í 2.sæti á eftir Svíþjóð sem stóð sig betur en við í undankeppninni.  Stelpurnar sýndu mikið öryggi í öllum sínum æfingum, hvort sem það var á gólfæfingum, á dýnu eða á trampólínu og stóðu uppi sem glæsilegir sigurvegara og vörðu Evrópumeistaratitil sinn.  Í kvennaflokki fullorðinna varð Ísland sem sagt í 1.sæti með 59,116 stig, Svíþjóð í 2.sæti með 56,133 og Finnland í 3.sæti með 50,666 stig. 

Þessi árangur er hreint út sagt frábær og er árangur af mikilli vinnu okkar fólks, hvort sem það eru keppendurnir, þjálfararnir eða aðri sem að liðinu koma. 

Landslið kvenna í unglingaflokki; Agnes Þóra Sigþórsdóttir, Andrea Sif Pétursdóttir, Dóra Sóldís Ásmundsdóttir, Eva Grímsdóttir, Harpa Guðrún Hreinsdóttir, Herdís Athena Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Inga Aðalheiður Pétursdóttir, Inga Valdís Tómasdóttir, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Margrét Lúðvigsdóttir, Sara Margrét Jóhannesdóttir, Sóley Ólafsdóttir, Þórey Ásgeirsdóttir.  Þjálfarar liðsins eru Niclaes Jerkeholt, Hrafnhildur María Gunnarsdóttir og Stella Rósenkranz.

Landslið kvenna í fullorðinsflokki; Ásdís Guðmundsdóttir, Ásta Þyrí Emilsdóttir, Birta Sól Guðbrandsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Harpa Snædís Hauksdóttir, Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg, Íris Mist Magnúsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Salvör Rafnsdóttir, Sif Pálsdóttir, Sólveig Ásta Bergsdóttir, Valgerður Sigfinnsdóttir.  Þjálfarar liðsins eru Björn Björnsson, Bjarni Gíslason og Ása Inga Þorsteinsdóttir.


Meðfylgjandi eru myndir af liðunum tveimur með verðlaun sín. 

Myndasafn

{gallery}99{/gallery}