Fimleikasambandið þakkar stuðningsaðilum sínum fyrir þeirra framlag á liðnu ári. Án ykkar væri afreksstarf fimleikasambandsins ekki búið að blómstra líkt og það hefur gert undanfarið. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs í framtíðinni. Hér má sjá myndband af stærstu mótum ársins 2017 í fullorðinsflokki þar sem afreksfólkið okkar, sem þið styðjið,…
Föstudagur, 22 Desember 2017 11:20

Jólakveðja FSÍ 2017

Fimleikasamband Íslands óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir frábært fimleikaár ! Gleðileg Fimleika Jól 
Miðvikudagur, 20 Desember 2017 14:44

Fimleikafólk ársins 2017

Valgarð Reinhardsson er fimleikakarl ársins 2017. Hann varð Bikarmeistari með Gerplu og Íslandsmeistari í fjölþraut með þónokkrum yfirburðurðum. Hann náði besta árangri íslensku strákanna á erlendum vettvangi en hann lenti í 40. sæti á Evrópumótinu í Rúmeníu, 45. sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada og 8. sæti á Norður-Evrópumótinu en þar…
Þriðjudagur, 19 Desember 2017 16:15

Úrvalshópar í áhaldafimleikum karla

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla hefur valið iðkendur í úrvalshópa Fimleikasambandsins 2018. Í úrvalshópnum eru alls 17 fimleikamenn, 9 í úrvalshópi fullorðinna og 8 í úrvalshópi unglinga og koma þeir frá þremur félögum. Úrvalshópur karla Arnór Már Másson Arnþór Daði Jónasson Atli Þórður Jónsson Eyþór Örn Baldursson Frosti Hlynsson Guðjón Bjarki…
Miðvikudagur, 13 Desember 2017 13:23

Úrvalshópar landsliða í hópfimleikum fyrir EM 2018

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshóp vegna Evrópumótsins í hópfimleikum 2018. Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar og alls eru 100 iðkendur í fyrsta úrvalshóp frá 8 mismunandi félögum. Við viljum benda á að enn er möguleiki á að vinna sér sæti í landsliði með góðri…
Föstudagur, 08 Desember 2017 15:06

Dómaranámskeið í hópfimleikum á Egilstöðum

Dagana 25. - 28. janúar 2018 verður haldið dómaranámskeið í hópfimleikum á Egilsstöðum. Kenndar verða nýjar reglur UEG, COP 2017-2021. Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir miðvikudaginn 17.janúar, skráning lokast 23:59 þann dag. Þeir dómarar sem vilja skrá sig utan félags senda skráningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur…
Um helgina fór fram kosningaþing hjá Evrópska fimleikasambandinu (UEG). Í framboði fyrir Fimleikasamband Íslands (FSÍ) voru tveir fulltrúar, Sólveig Jónsdóttir Framkvæmdastjóri FSÍ sem fulltrúi í stjórn UEG og Hlíf Þorgeirsdóttir sem formaður nefndar um fimleika fyrir alla. Þær hafa báðar starfað í nefndum UEG síðastliðin ár. Fyrir þingið varð ljóst…
Föstudagur, 01 Desember 2017 14:43

Úrvalshópar í áhaldafimleikum kvenna

Guðmundur Brynjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna og Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfari stúlkna, hafa valið iðkendur í úrvalshópa Fimleikasambandsins 2018. Í úrvalshópum eru alls 23 fimleikakonur, 13 í úrvalshóp kvenna og 10 í úrvalshóp stúlkna og koma þær frá 6 félögum. Úrvalshópur kvenna: Agnes Suto-Tuuha, Gerpla Andrea Ingibjörg Orradóttir, Gerpla Dominiqua Alma Belányi, Ármann…
Þriðjudagur, 28 Nóvember 2017 11:04

Dómaranámskeið í hópfimleikum

Dagana 17. - 21. janúar 2018 verður haldið dómaranámskeið í hópfimleikum í Reykjavík. Kenndar verða nýjar reglur UEG, COP 2017 - 2021. Námskeiðinu verður skipt í tvo hópa, þá sem eru að endurnýja réttindi sín og þá sem eru að taka dómarapróf í fyrsta skipti. Skráning fer fram í þjónustugátt…
Ísland átti keppendur á tveimur stórum áhaldafimleikamótum um helgina. Annarsvegar keppti Thelma Aðalsteinsdóttir á heimsbikarmótinu í Cottbus í Þýskalandi en þetta var hennar fyrsta heimsbikarmót og frábær reynsla fyrir þessa ungu og efnilegu fimleikakonu. Hinsvegar kepptu þær Sonja Margrét Ólafsdóttir og Vigdís Pálmadóttir á alþjóðlegu unglingamóti í Belgíu, Top Gym.…
Síða 11 af 59