Sunnudagur, 08 Apríl 2018 18:32

Valgarð og Margrét sigurvegarar dagsins

Valgarð Reinhardsson og Margrét Lea Kristinsdóttir voru sigurvegarar dagsins í Laugardalshöll þar sem barist var um Íslandsmeistaratitla á einstökum áhöldum í áhaldafimleikum. Valgarð keppti til úrslita á 5 áhöldum af 6 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á fjórum þeirra, svifrá, tvíslá, gólfi og hringjum og hafnaði í 2. sæti á bogahesti…
Laugardagur, 07 Apríl 2018 18:18

Valgarð og Irina vörðu titilinn

Gríðalega skemmtilegri keppni í fjölþraut í áhaldafimleikum lauk í dag í Laugardalshöll þar sem hart var barist í öllum flokkum. Í kvennaflokki var fyrirfram búist við harðri keppni. Agnes Suto-Tuhaa var stigahæst á Bikarmóti Fimleikasambandsins fyrir hálfum mánuði og ljóst að Irina Sazonova úr Ármanni þurfti að hafa sig alla…
Föstudagur, 06 Apríl 2018 11:43

Fimleikaparadís - taka tvö

Í gær var það ekki bara íþróttafólkið sem vann þrekvirki í Laugardalshöll. Það þurfti margar hendur við ekki svo létt verk til að gera Laugardalshöllina að þeirri fimleikaparadís sem birtist landsmönnum á sjónvarpsskjánum í gærkveldi. Starfsmenn félaganna og sjálfboðaliðar unnu þrekvirki við að koma þessu öllu saman og svo sundur…
Fimmtudagur, 05 Apríl 2018 23:11

Stjarnan endurheimti titilinn

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í glæsilegri umgjörð í Laugardalshöll í kvöld. Í kvennaflokki var gríðarlega hörð keppni milli Gerplu og Stjörnunnar þar sem Stjarnan freistaði þess að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut. Að lokum fór það svo að Stjarnan stóð uppi sem Íslandsmeistari en einungis munaði 0.600 stigum á lokaeinkunn…
Miðvikudagur, 04 Apríl 2018 14:50

Íslandsmótsblaðið 2018

Hver vinnur titilinn á Íslandsmótinu í fimleikum í ár? Kynnstu keppendum og skoðaðu brot af sögu keppninnar frá upphafi. Í blaðinu má einnig finna ástarhorn, reynslusögur íslensks fimleikafólks í erlendum fimleikaskólum og útskýringu á hverju áhaldi fyrir sig í þessari flóknu en skemmtilegu íþrótt. Farðu inná facebook síðu Fimleikasambandsins og…
Miðvikudagur, 28 Mars 2018 22:24

Fimleikaveisla í Höllinni

Þá er loksins að koma að því sem við höfum öll beðið eftir, Laugardalshöll verður breytt í paradís fyrir okkur sem elskum fimleika, þegar Íslandsmótin í hópfimleikum og áhaldafimleikum fer fram. Miðasala á TIX.IS Fimmtudaginn 5. apríl keppir okkar besta hópfimleikafólk um Íslandsmeistaratitilinn og verður spennandi að sjá hvort kvennaliði…
Föstudagur, 16 Mars 2018 13:48

Fimleikaþing 9. júní

Þing Fimleikasambandsins verður haldið 9. júní næstkomandi í Reykjavík. Á Fimleikaþingi koma saman þeir sem láta sig málefni fimleikahreyfingarinnar varða, þar gefst tækifæri til að koma framtíðarsýn sinni á framfæri og taka þátt í að marka stefnu sambandsins til framtíðar. Við hvetjum félögin til að nýta þingsæti sín.
Bikarmótið í áhaldafimleikum fer fram núna um helgina í íþróttaúsi Bjarkanna í Hafnarfirði, Haukahrauni 1. Búast má við skemmtilegri keppni. En mótið fer fram í 5. hlutum. Hér í viðhengjum má sjá skipulag og hópalista mótsins.
Um helgina fer fram Bikarmót í hópfimleikum þar sem meistaraflokkur og 1. - 2. flokkur munu etja kappi. Mótið fer fram laugardag og sunnudag í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ. Á laugardag mun mótið vera sýnt í beinni útsendingu á RÚV og mun útsending hefjast kl. 16:00. Útsendingu lýkur kl. 17:30 þegar…
Í ljósi þess að við viljum ávallt verða betri í fimleikahreyfingunni stóð Fimleikasambandið fyrir tveimur fræðslukvöldum fyrir alla þá sem eiga sæti í úrvalshópum bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum. Félögin höfðu einnig möguleika á að senda iðkendur sem þeir telja að geti átt sæti í úrvalshóp en hafa ekki átt…
Síða 11 af 62